Burðarvirki samgöngumannvirkja

VBV hefur leyst mikið af fjölbreyttum burðarvirkjum samgöngumannvirkja. Hér er t.d. um að ræða eftirspennt og slakbennt steypuvirki svo sem brýr, göngubrýr og undirgöng, en einnig samgöngumannvirki sem ekki eru eins hefðbundin á Íslandi, svo sem öll ný burðarvirki við stækkun lestarstöðvarinnar í Voss, og allt að 9 m háa hlaðna náttúrusteinsstoðveggi sem á norsku eru nefndir „tørrsteinsmurer“.

  • Voss brautarstöð

    Hönnun á 250 m löngum brautarpalli á lestarstöðinni í Voss ásamt samgöngumannvirkjum á svæðinu, s.s. steyptum undirgöngum, römpum, stiga- og lyftihúsum og tæknihúsi.
    Megin verkefni VBV var burðarþolshönnun bygginga og undirgangna, ásamt geometrískri hönnun lestarpallsins sem og gerð göngustíga, stoðveggja, hljóðgirðinga og regnvatnslagna.
    Verkefnið var unnið í samvinnu við hönnunarteymi Asplan Viak AS ásamt Atkins í Danmörku sem sérhæfa sig í hönnun járnbrauta.

Previous
Previous

Gatnahönnun

Next
Next

Framkvæmdaeftirlit