Hönnun á veitukerfum

VBV hefur leyst fjölmörg verkefni við hönnun veitu- og lagnakerfa, fráveitu, neysluvatns og hitaveitu.  Einnig hefur VBV séð um útfærslu á blágrænum ofanvatnslausnum bæði í miðborgarumhverfi og í nýjum hverfum. Dæmi um verkefni á þessu sviði eru Tryggvagata og Kvosin í Reykjavík. Endurnýjun á öllum veitum við endurnýjun á Snorrabraut og Borgartúni, sem og hönnun á blágrænum ofanvatnslausnum í nýjum hverfum í Kópavogi og Reykjanesbæ.

  • Tryggvagata og Naustin

    VBV annaðist hönnun á endurnýjun frárennsliskerfis í Tryggvagötu, Naustinni og Grófinni, jafnframt var lagður grunnur að endurnýjun frárennsliskerfis á miðbæjarsvæðinu með blágrænum ofanvatnslausnum.

  • Snorrabraut - Borgartún

    VBV annaðist á endurnýjun á veitukerfum í verkefninu Snorrabraut-Borgartún. Meðal annars er um að ræða gerð á nýjum frárennslislögnum fyrir stórt svæði, allt frá Hlemmi og upp undir Öskjuhlíð. Í þessu verkefni var útfærð ný tegund af frárennslisbrunnum á stofnlagnir.

Previous
Previous

Framkvæmdaeftirlit

Next
Next

Burðarþolshönnun