Burðarþolshönnun
VBV býr yfir sérþekkingu á sviðum burðarþolshönnunar og nýtir nýjustu þróun í hönnunaraðferðum, hugbúnaðartækni og þríviddarvinnslu til þess að uppfylla þarfir viðskiptavinarins, hvort sem um er að ræða ný eða eldri mannvirki. Af þekktum mannvirkjum þar sem VBV hefur séð um burðarþolshönnun má nefna Grand Hótel Reykjavík, Háskólatorg og bílapallinn við Smáralind.
-
Smáralind bílapallur
Burðarþolshönnun á eftirspenntum brúarrömpum ásamt súlum og undirstöðum bílapalls fyrir Smáralind. VBV hefur sérhæft sig á sviði hönnunar eftirspenntrar styeðu og er í nánu samstarfi við erlenda sérfræðinga á því sviði. Með eftirspennu minnka niðurbeygjur og sprunguvíddir, og ending eykst.
-
Háskólatorg
Burðarþolshönnun Háskólatorgs 1, sem er ný þjónustubygging við Háskóla Íslands.
-
Grand Hótel Reykjavík
Burðarþolshönnun 14 hæða nýbyggingar Grand Hótels Reykjavík. Byggingin er 14.000 m2 að stærð og er burðarvirkið úr járnbentri og eftirspenntri steinsteypu auk stálvirkis í turni og þakhæð.